Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Emilía uppgötvar að litli rauði hvolpurinn hennar að nafni Kátur hefur vaxið um þrjá metra á einni nóttu.
Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd. e.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum! e.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.
Vinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir. e.
Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
Blæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstoppanlegri gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar. e.
Kærulausi unglingurinn Don Diego þjálfar sig í skylmingum þar sem hann ætlar sér að takast á við það mikla óréttlætti sem samlandar hans eru beittir af ógnarstjórninnisem þar ræður ríkjum. Hann verður framúrskarandi skylmingamaður og tekursér nafnið sem mjög margir þekkja, Zorro. e.
Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
Hvernig ætli lífið sé fyrir mann sem er bara 15 cm hár?
Stuttir þættir um ævintýri minnsta manns í heimi. e.
Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Þetta er síðasti þáttur ársins og ráðgátan ógurlega um kökuna í krúsinni heldur áfram .
Bjarmi klárar heimaverkefnið sitt um skólahljómsveitina, þegar hann fræðist um Klarinett og krakkarnir í Heimilisfræði ferðast til Ástralíu og útbúa einn vinsælasta eftirrétt Ástrala, Lamington köku.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Anja Sæberg og Bjarni Kristbjörnsson. e.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. e.
Skemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem stöllurnar í Heimilistónum, þær Elva, Katla, Lolla og Vigdís, bjóða áhorfendum í heimsókn til sín í Heimilistónahúsið á aðventunni. Í þáttunum kennir ýmissa grasa og fléttast þar saman tónlist, húsráð, leikin atriði, föndurhorn, gógó-danskennsla og margt fleira jólalegt. Í hverjum þætti er einn aðalgestur og eru þeir ekki af lakari endanum: Katrín Jakobsdóttir, Baltasar Kormákur, Svanhildur Jakobsdóttir og Valdimar. Skvísurnar í Heimilistónum tryggðu sér krafta nokkurra landsþekktra leikara sem bregða sér í hin ýmsu gervi. Þeir eru: Gói Karlsson, María Heba Þorkelsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn og dagskrárgerð: Kristófer Dignus. e.
Heimildarþáttur um sænska djasspíanóleikarann Jan Johansson sem lést árið 1968 aðeins 37 ára að aldri. Jan var áhrifamikill tónlistarmaður í heimalandi sínu og platan hans Jazz på svenska er mest selda djassplata allra tíma í Svíþjóð. e.
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson fagna um þessar mundir 10 ára samstarfsafmæli sem Hraðfréttamennirnir og halda upp á tímamótin með nýrri þáttaröð af Hraðfréttum. Sem fyrr láta þeir félagar sér ekkert mannlegt óviðkomandi og flest verður þeim að skemmtilegu fréttaefni. e.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson. e.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Pétur Gunnarsson rithöfundur er gestur í Kilju þessarar viku. Hann ræðir við okkur um mikið afrek, þýðingu sína á Játningum, sem er sjállfsævisaga heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau. Sá myndi líklega teljast með umdeildustu höfundum sem uppi hafa verið. Kristín Eiríksdóttir segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Tól og hefur fengið feikigóðar viðtökur. Við förum á Akranes og hitttum spennusagnahöfundinn Evu Björgu Ævarsdóttur sem þaðan er upprunnin. Strákar sem meiða heitir nýjasta bók hennar. Svo segir barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson okkur frá nýrri bók sinni sem nefnist Drengurinn með ljáinn. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um eftirtaldar bækur: Gula kafbátinn eftir Jón Kalman Stefánsson, Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur og Þöglu myndirnar og Pensilskrift en það eru bækur með smáprósum eftir Gyrði Elíasson.
Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent. e.
Umfjallanir um leiki á HM karla í fótbolta í Katar.
Upphitun fyrir leik Hollands og Bandaríkjanna í 16 liða úrslitum á HM karla í fótbolta í Katar.
Beinar útsendingar frá leikjum á HM karla í fótbolta í Katar.
Bein útsending frá leik Hollands og Bandaríkjanna í 16-liða úrslitum á HM karla í fótbolta í Katar.
Umfjallanir um leiki á HM karla í fótbolta í Katar.
Uppgjör á leik Hollands og Bandaríkjanna í 16 liða úrslitum á HM karla í fótbolta í Katar.
Claus Dalby er handlaginn og hugmyndaríkur þúsundþjalasmiður. Um jólahátíðarinnar finnur hann sér ýmislegt til dundurs og kennir áhorfendum að föndra skreytingar sem hæfa hátíðum. e.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson og Björgvin Kolbeinsson.
Landinn kynnir sér áhugaverða kennsluhætti í Framhaldsskólanum á Laugum og bakar þar vínartertu að vesturíslenskum sið. Við förum í hádegismat hjá Hjálpræðishernum í Reykjanes og spornum um leið gegn matarsóun. Við skoðum jólasýninguna í Turnhúsinu á Ísafirði, hittum ungan tréskurðarmeistara í Njarðvík og skoðum áhugaverða myndlistarsýningu á Seyðisfirði þar sem efniviðurinn er meðal annars hár af höfði listakonunnar sjálfrar.
Tvíburarnir Dr. Chris og Dr. Xand kynna nokkrar sturlaðar staðreyndir um mannslíkamann og gera skemmtilegar lífræðilegar tilraunir. e.
Allskonar skemmtilegir og jólalegir molar úr barnaefni síðustu áratuga. Dagskrárgerð: Karl Pálsson
Allskonar skemmtilegir og jólalegir molar úr sögu Stundarinnar okkar.
Dagskrárgerð: Karl Pálsson e.
Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir er mikið jólabarn. Hér leiðir hún áhorfendur í gegnum jólaundirbúninginn eins og henni einni er lagið, föndrar jólaskraut, bakar sprengipiparkökur, býr til handgerð spil og margt fleira. Dagskrárgerð: Jana María Guðmundsdóttir og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, gera góðverk og óvart skemmdarverk. Þau leysa ráðgátu um grunsamlegan nágranna og hjálpa hælisleitendum á flótta, leita aðstoðar spákonu sem á kristalskúlu, fást við nágranna sem á snák og eltast við jólasvein sem dúkkar upp á ólíklegustu stöðum. Leikstjórn: Silja Hauksdóttir og ILmur Kristjánsdóttir. Meðal leikenda eru: Kría Burgess, Gunnar Erik Snorrason, Birta Hall, Ægir Chang Hlésson, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirssdóttir, Jörundur Ragnarsson og Harpa Arnardóttir.
Heima hjá Grétu Hansen borða Randalín og Mundi yfir sig af gömlu nammi og komast að því að framundan eru dularfull verkefni sem þeim ber að leysa með hjálp enn dularfyllri verkfæra.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar. e.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, gera góðverk og óvart skemmdarverk. Þau leysa ráðgátu um grunsamlegan nágranna og hjálpa hælisleitendum á flótta, leita aðstoðar spákonu sem á kristalskúlu, fást við nágranna sem á snák og eltast við jólasvein sem dúkkar upp á ólíklegustu stöðum. Leikstjórn: Silja Hauksdóttir og ILmur Kristjánsdóttir. Meðal leikenda eru: Kría Burgess, Gunnar Erik Snorrason, Birta Hall, Ægir Chang Hlésson, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirssdóttir, Jörundur Ragnarsson og Harpa Arnardóttir.
Heima hjá Grétu Hansen borða Randalín og Mundi yfir sig af gömlu nammi og komast að því að framundan eru dularfull verkefni sem þeim ber að leysa með hjálp enn dularfyllri verkfæra.
Jólaminningar úr safni RÚV.
Spekingarnir Hersteinn Jóhannsson, Njörður Kropp og Vera Sveinbjargardóttir flytja helgileikinn á sinn einstaka hátt. Leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Eggert Þorleifsson og Brynhildur Guðjónsdóttir.
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson fagna um þessar mundir 10 ára samstarfsafmæli sem Hraðfréttamennirnir og halda upp á tímamótin með nýrri þáttaröð af Hraðfréttum. Sem fyrr láta þeir félagar sér ekkert mannlegt óviðkomandi og flest verður þeim að skemmtilegu fréttaefni.
Dönsk jólamynd fyrir alla fjölskylduna um hina tíu ára gömlu Körlu sem þráir ekkert heitar en að halda jól með allri fjölskyldunni sinni. Það reynist þó snúið, sérstaklega vegna þess að foreldrar hennar eru skilin. Leikstjóri: Charlotte Sachs Bostrup. Aðalhlutverk: Elena Arndt-Jensen, Nikolaj Støvring Hansen og Ellen Hillingsø.
Margverðlaunuð þýsk gamanmynd frá 2016 um föður sem gengur illa að tengjast dóttur sinni. Í tilraun til að ná betur til hennar dulbýr hann sig og gerist markþjálfi forstjóra fyrirtækisins sem hún vinnur hjá, með kostulegum afleiðingum. Myndin var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016. Leikstjóri: Maren Ade. Aðalhlutverk: Sandra Hüller, Peter Simonischek og Michael Wittenborn. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Myndirnar sem eru á dagskrá á evrópskum kvikmyndadögum eiga það allar sameiginlegt að hafa unnið til verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum, en þau verða haldin á Íslandi í ár.
Margrómuð eintöl Alans Bennetts í nýrri útgáfu. Meðal flytjenda eru Sarah Lancashire, Martin Freeman, Kristin Scott Thomas, Jodie Comer and Maxine Peake. e.
Umfjallanir um leiki á HM karla í fótbolta í Katar.
Upphitun fyrir leik Argentínu og Ástralíu í 16 liða úrslitum á HM karla í fótbolta í Katar.
Beinar útsendingar frá leikjum á HM karla í fótbolta í Katar.
Bein útsending frá leik Argentínu og Ástralíu í 16-liða úrslitum á HM karla í fótbolta í Katar.
Umfjallanir um leiki á HM karla í fótbolta í Katar.
Uppgjör á leik Argentínu og Ástralíu í 16 liða úrslitum á HM karla í fótbolta í Katar.
Fréttatími sjónvarps með táknmálstúlkun.